Flutningur Stýrimanna- og Vélskólans úr Sjómannaskólahúsinu

Mánudaginn 03. nóvember 1997, kl. 15:52:13 (850)

1997-11-03 15:52:13# 122. lþ. 17.1 fundur 63#B flutningur Stýrimanna- og Vélskólans úr Sjómannaskólahúsinu# (óundirbúin fsp.), KPál
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur

[15:52]

Kristján Pálsson:

Hæstv. forseti. Ég veit ekki hver fer með fleipur í þessu máli. Ég veit bara að þær tölur sem hafa legið fyrir í málinu og ég hef farið með koma frá þeim mönnum sem gerst þekkja og hafa starfað við menntun sjómannastéttarinnar á undanförnum áratugum. Þeir halda því fram að kostnaður við flutninginn sé meiri, jafnvel upp á 1,5 milljarða, en að láta húsnæðið vera á þeim stað þar sem það er í dag. Vel má vera að það séu ekki alveg hárréttar tölur hjá þeim en ég kalla þetta ekki fleipur. Að láta sér detta í hug að fara að flytja sjómannamenntunina upp í sveit því að ég kalla þetta upp í sveit, --- þeir eiga þetta húsnæði sem þeir eru í og í rauninni er engin heimild til þess að flytja úr því --- er í mínum huga fjarri öllum hugsanagangi sem hefur verið í kringum sjómenn. Ég vona svo sannarlega að hæstv. ráðherra sjái til þess að þessi mál verði sett á þann veg sem sjómönnum líkar.