Lokun Goethe-stofnunarinnar í Reykjavík

Mánudaginn 03. nóvember 1997, kl. 16:14:28 (865)

1997-11-03 16:14:28# 122. lþ. 17.1 fundur 66#B lokun Goethe-stofnunarinnar í Reykjavík# (óundirbúin fsp.), utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur

[16:14]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég tel að það liggi skýrt fyrir að utanríkisráðherra Þýskalands leggur mikið upp úr góðum samskiptum milli Þýskalands og Íslands þannig að af hans hálfu er fullur vilji fyrir því að þessi stofnun geti starfað hér áfram. Þannig hef ég skilið hann. Hann hefur hins vegar sagt að það sé ekki fjármagn til þess þó að það sé í sjálfu sér um að ræða mjög litla upphæð ef maður miðar við Þýskaland og fjárlög Þýskalands. Ég er því alveg fullviss um að ef tekst að koma því svo fyrir að fjármagn fáist til þessarar starfsemi, þá muni alls ekki standa á honum. En við munum halda áfram með þetta mál. Því er ekki lokið af hálfu utanrrn. Ég veit að hv. þm. skilur það að bréfið er aðeins nýkomið og okkur hefur ekki unnist tími til þess að fara yfir málið á nýjan leik, (Forseti hringir.) en við munum að sjálfsögðu gera það og ég er sammála hv. þm. um að ég tel að hér sé um mikilvægt mál að ræða.