Lokun Goethe-stofnunarinnar í Reykjavík

Mánudaginn 03. nóvember 1997, kl. 16:15:42 (866)

1997-11-03 16:15:42# 122. lþ. 17.1 fundur 66#B lokun Goethe-stofnunarinnar í Reykjavík# (óundirbúin fsp.), HG
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur

[16:15]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra undirtektir. Það hefur auðvitað komið fram áður að hæstv. utanrrh. hefur fullan vilja til að hafa áhrif á þetta mál. Ég held að það sé ekki mikill tími til stefnu til að fá hnekkt þeim ákvörðunum sem þarna er um að ræða. Mér er sagt að það ráðist fyrir lok nóvembermánaðar í raun hvort þessi ákvörðun stendur eða ekki. Mér er alveg óljóst hvað það er sem á að koma í staðinn í þessum efnum. Ég hef heyrt nefndar hugmyndir eins og þær að samtökin Germanía og önnur frjáls félagasamtök ættu standa undir þessu að einhverju leyti. Ég held að það sé óraunsætt eða setji þessi mál í mikla tvísýnu.

Ég tel að frá sjónarhóli Þjóðverja sé hér m.a. um að ræða spurningu um að viðhalda menningarsamskiptum ríkjanna, tryggja eðlileg samskipti og þekkingu á þýskri tungu hérlendis því Goethe-stofnunin hefur verið miðstöð fyrir slíka starfsemi.