Söfnunarkassar

Mánudaginn 03. nóvember 1997, kl. 17:31:42 (877)

1997-11-03 17:31:42# 122. lþ. 17.15 fundur 156. mál: #A söfnunarkassar# (brottfall laga) frv., 174. mál: #A Happdrætti Háskóla Íslands# (happdrættisvélar) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur

[17:31]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef líkt spilavítum við glæpastarfsemi sem byggir á veikleika einstaklinga og í sumum tilvikum sjúkleika einstaklinga og ég dreg þá yfirlýsingu ekki til baka. Ég er hins vegar ekki að tala um að þau samtök sem hér um ræðir eigi að skilja eftir eins og hv. þm. orðaði það. Ég er að tala um að Alþingi eigi að setja lög eða endurskoða lög sem heimila spilavíti á Íslandi. Það er það sem ég er að gera og ég bið hv. þm. að snúa ekki út úr þeim orðum mínum.