Flugmálaáætlun 1998-2001

Þriðjudaginn 04. nóvember 1997, kl. 16:45:23 (950)

1997-11-04 16:45:23# 122. lþ. 18.7 fundur 207. mál: #A flugmálaáætlun 1998-2001# þál., JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur

[16:45]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. 10. þm. Reykv. spurði mig hvaða álit ég hefði á sértækum aðgerðum til þess að bæta úr ástandinu á Reykjavíkurflugvelli. Ég tek það þannig þó hann nefndi það ekki í andsvari sínu hvaða aðgerðir það væru sérstaklega og það séu þá hvers konar markaðir tekjustofnar sem yrði varið í þessu skyni. (GHall: Eða lántaka.) Ég er heldur andsnúinn mörkuðum tekjustofnum yfirleitt og tel að miklu betra sé að ganga hreint til verks og taka öll verkefni inn á flugmálaáætlun og reyna að standa þannig að verki. Það kom fram í máli mínu að það hefur ekki reynst unnt að fara eins hratt í þetta verkefni og æskilegt hefði verið. Ég ætla ekki að skorast undan ábyrgð á því en ég held að það sé vandmeðfarið að taka upp sértækar aðgerðir eða markaða tekjustofna í þessu skyni.