Framkvæmd EES-reglugerðar um félagslegt öryggi

Miðvikudaginn 05. nóvember 1997, kl. 13:57:57 (971)

1997-11-05 13:57:57# 122. lþ. 19.5 fundur 161. mál: #A framkvæmd EES-reglugerðar um félagslegt öryggi# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur

[13:57]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Vegna þessa máls kom nú reyndar ágætis skýring frá hæstv. heilbrrh. en eins og kom fram í máli hans, þá er um að ræða að þeir sem hafa þetta form, E/121 eða E/111 fyrir aðra en lífeyrisþega, fá heilbrigðisþjónustu á sömu kjörum og íbúar í landinu þar sem þeir biðja um þjónustuna. Ég hefði gjarnan viljað vita hvort hægt sé að fá sundurliðaðar upplýsingar um hversu mikill kostnaður er vegna læknisþjónustu í þessum löndum fyrir Íslendinga vegna lyfja, vegna spítalavistar o.s.frv. vegna þess að þetta á náttúrlega við fjölbreyttari þjónustu en aðeins lyfin. Einnig hvort til sé sundurliðun um hversu miklar upphæðir við eigum endurkröfu á vegna kostnaðar erlendra borgara sem hafa þessi sömu form og hafa fengið þessa þjónustu hérlendis. Eru til upplýsingar um það hversu mikið af því er sjúkrahúsþjónusta, (Forseti hringir.) lyfjaþjónusta, læknisþjónusta o.s.frv.? Það væri fróðlegt að fá upplýsingar um það hjá hæstv. heilbrrh.