Jafnréttisráðstefna í Lettlandi

Miðvikudaginn 05. nóvember 1997, kl. 14:12:54 (978)

1997-11-05 14:12:54# 122. lþ. 19.3 fundur 107. mál: #A jafnréttisráðstefna í Lettlandi# fsp. (til munnl.) frá félmrh., félmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur

[14:12]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég tel að samskipti á sviði jafnréttismála við baltnesku löndin séu mjög áhugaverð. Ég sótti tvær af þessum ráðstefnum eins og kom fram í svari mínu áðan og þær voru báðar mjög áhugaverðar, svo og fundir sem ég átti í tengslum við þessa ráðstefnu.

Ég vonast eftir því að skipulega verði staðið að styrkveitingum ef um það verður að ræða. En ég tel skynsamlegt að bíða með ákvarðanir og sjá hverju fram vindur í framhaldi af fundinum í Ósló, fá að sjá þá áætlun sem þar verður væntanlega samþykkt og meta útkomuna áður en farið er að ákveða næstu skref.