Húsnæðismál Sjómannaskólans

Miðvikudaginn 05. nóvember 1997, kl. 15:04:58 (1000)

1997-11-05 15:04:58# 122. lþ. 19.7 fundur 203. mál: #A húsnæðismál Sjómannaskólans# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur

[15:04]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir þessa spurningu. Hún vekur okkur auðvitað til umhugsunar um að viðhaldi húsnæðis í eigu ríkisins er víða mjög ábótavant, ekki einungis þess fallega húss sem hér er til umræðu heldur mýmargra annarra húsa. Það er mjög dýrt að spara í viðhaldi húsnæðis og nauðsynlegt að móta heildstæða áætlun í þessum efnum.

En spurningin vekur mig líka til umhugsunar um sjómannanámið. Hvers vegna er sjómannanámið einungis í Reykjavík? Að vísu eru deildir á Dalvík og í Vestmannaeyjum. Í Noregi er virtur sjávarútvegsháskóli í Tromsö. Ættum við ekki að sameinast um einn öflugan sjómannaskóla fyrir farmenn og fiskimenn, t.d. í sjávarbyggð eins og Vestmannaeyjum? Þar með mundum við leysa þennan vanda sem hér er til umræðu.