Markaðshlutdeild fyrirtækja

Miðvikudaginn 05. nóvember 1997, kl. 15:26:51 (1012)

1997-11-05 15:26:51# 122. lþ. 19.9 fundur 214. mál: #A markaðshlutdeild fyrirtækja# (sjávarútvegs- og fiskvinnslufyrirtæki) fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., Fyrirspyrjandi TIO
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur

[15:26]

Fyrirspyrjandi (Tómas Ingi Olrich):

Virðulegi forseti. Sú fsp. sem hér er lögð fram tengist fyrri fsp. Hér eru lagðar eftirfarandi spurningar fyrir hæstv. sjútvrh.:

,,Hefur ráðherra upplýsingar um markaðshlutdeild fimm stærstu sjávarútvegs- og fiskvinnslufyrirtækja landsins?

Telur ráðherra ástæðu til, með tilliti til markaðshlutdeildar þessara fyrirtækja, að setja lög sem takmarka umsvif og starfsemi þeirra umfram það sem samkeppnislög segja til um?``

Ástæðan fyrir því að nauðsynlegt er að fá svar við þessu er sú að rökstuðningurinn fyrir lagasetningu á þessu sviði byggist beinlínis á því að hér sé um mikla samþjöppun valds að ræða. Þingmálið sem hefur verið lagt fram um þetta bendir hins vegar til hins gagnstæða og bendir til þess að það sé mjög mikil dreifing á kvótaeign og hún hafi ekki farið mikið vaxandi frá 1991 til 1997. Því er óhjákvæmilegt að fara fram á að afstaða ráðherrans til þessa máls verði upplýst og við fáum upplýsingar um markaðshlutdeild stærstu fyrirtækjanna og sjáum hversu mikil hætta er að skapast á þessu sviði.