Ljósleiðari

Miðvikudaginn 12. nóvember 1997, kl. 14:08:07 (1147)

1997-11-12 14:08:07# 122. lþ. 23.9 fundur 222. mál: #A ljósleiðari# fsp. (til munnl.) frá samgrh., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur

[14:08]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

herra forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir fsp. sem vekur okkur til umhugsunar um samkeppnisstöðu fyrirtækisins, Pósts og síma, sem hefur aðgang að ljósleiðaranum sem er eins og hver önnur veita um landið, nokkurs konar samgöngubraut. Í svari hæstv. ráðherra kemur fram að hér sé um kostnað upp á 4 milljarða að ræða. Hann talaði um kostnaðinn í íslenskum krónum og síðan um hlut NATO, sem ég náði ekki alveg tölunni á því að þar talaði hann um kostnað í dollurum og (Gripið fram í: 1,5 milljarðar.) já, 1,5 milljarðar, þ.e. NATO hefur tekið stóran þátt í þessu. Þetta vekur okkur til umhugsunar um samkeppnisstöðuna því það má líkja ljósleiðaranum við steypta hraðbraut og það er spurning hvernig við förum með þetta tæki. Hugsum okkur ef við seljum Póst og síma hvað þetta er öflug samgöngubraut og hvað hún getur raskað samkeppnisstöðu í fjölmiðlamálum.