Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1996

Fimmtudaginn 13. nóvember 1997, kl. 11:13:13 (1167)

1997-11-13 11:13:13# 122. lþ. 25.3 fundur 86#B skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1996# (munnl. skýrsla), JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur

[11:13]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég fagna því að hv. þm. tekur undir það að sameining sveitarfélaganna er mikið byggðamál og forsenda fyrir því að treysta og efla byggð í landinu.

Varðandi það átak sem hrundið var af stað, þá hefur það skilað árangri. Þáverandi ríkisstjórn lagði þar sitt af mörkum með ýmsum hætti t.d. í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og fleiri atriði. Vegamál voru þar vissulega í myndinni. Vegáætlun er auðvitað rædd hér á þinginu og það er sérstaklega þar sem tekin er ákvörðun um skiptingu. En ríkisstjórnin lagði það til á sínum tíma, þegar við vorum að fara í þetta átak, að samgöngumál á þessum stöðum þar sem farið væri í sameiningu yrðu sérstaklega skoðuð.