Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1996

Fimmtudaginn 13. nóvember 1997, kl. 11:15:14 (1169)

1997-11-13 11:15:14# 122. lþ. 25.3 fundur 86#B skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1996# (munnl. skýrsla), JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur

[11:15]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég sagði áðan að ég hefði lagt áherslu á það og ríkisstjórnin gerði það einnig að stuðlað yrði að samgöngubótum þar sem sameining færi fram. Ég gerði það m.a. með því að beina til samgrh. að stuðlað yrði að því á þessum stöðum. En við skulum muna það fyrst og síðast að það er nú flokksbróðir hv. þm. sem hér talaði sem kvartaði yfir þessu. (GuðjG: Samgrh. lofaði engu. Það var félmrh.) Því var beint til samgrh. (Gripið fram í.) að stuðlað yrði að samgöngubótum einmitt í anda þess sem ríkisstjórnin lagði til. Hv. þm. veit eins og hann nefndi réttilega áðan að Alþingi hefur síðasta orðið í þessu efni.