Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1996

Fimmtudaginn 13. nóvember 1997, kl. 12:12:47 (1185)

1997-11-13 12:12:47# 122. lþ. 25.3 fundur 86#B skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1996# (munnl. skýrsla), KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur

[12:12]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Fólksfækkunin á síðustu tíu árum hefur mest verið í strjálbýlinu, í sveitunum og í minnstu þorpunum. Þar hefur hún verið langsamlega mest. Ef ég man þessa tölu rétt var fækkunin í sveitarfélögum Vestfjarða 32%, og allmikil víðar á landinu.

Hverjar eru tekjur manna í landbúnaði? Þær eru á landsbyggðinni 695 þús. kr. hjá bændum árið 1994. Þetta er nú dálítið athyglisvert. Brottflutningurinn er mestur úr þeirri atvinnugrein sem hefur lægstar tekjur og mér finnst það bara skýra málið. Mér finnst það eðlilegt af því að menn taka ákvörðun út frá þessum þáttum öðrum fremur.