Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1996

Fimmtudaginn 13. nóvember 1997, kl. 16:33:15 (1219)

1997-11-13 16:33:15# 122. lþ. 25.3 fundur 86#B skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1996# (munnl. skýrsla), forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur

[16:33]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er sjálfsagt að fara nákvæmlega ofan í þessa hluti en þetta hafði nú verið athugað býsna vel þegar það var kynnt í ríkisstjórninni og þá var forsendan auðvitað sú að ekki sé endilega samkeppni fyrir hendi vegna þess að ef um er að ræða starfsemi sem er svo mjög niðurgreidd af ríkinu þá getur enginn búist við að nokkur maður komist inn í þá samkeppni. Spursmálið er hins vegar þetta: Hefur einokuninni verið aflétt? Er þessi starfsemi opin fyrir samkeppni? Það er það sem ræður úrslitum um svarið en ekki það hvort einhver sé á því augnabliki kominn í samkeppni um þessa afgreiðslu.