Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1996

Fimmtudaginn 13. nóvember 1997, kl. 16:41:07 (1224)

1997-11-13 16:41:07# 122. lþ. 25.3 fundur 86#B skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1996# (munnl. skýrsla), LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur

[16:41]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það voru að minnsta kosti tveir hv. þm. stjórnarliðsins, Hjálmar Árnason og Guðni Ágústsson, sem auglýstu eftir þessum pólitísku markmiðum, líkt og ég gerði. Þannig að eftir stendur í umræðunni að ekki hefur komið fram hver markmið ríkisstjórnarinnar eru. Að öðru leyti get ég tekið undir það með hæstv. forsrh. að ekki er hægt að stjórna því hvar fólk vill vera eða hvar það á að vera. Það er aðeins hægt að bregðast við með almennum aðgerðum. En þeim almennu aðgerðum, sem ég vísaði til áðan, hefur ríkisstjórnin einmitt brugðist að sinna sökum þess að þar er að finna niðurskurð í flestum málum.