Kjör lífeyrisþega

Mánudaginn 17. nóvember 1997, kl. 15:05:11 (1245)

1997-11-17 15:05:11# 122. lþ. 26.1 fundur 88#B kjör lífeyrisþega# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur

[15:05]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Hv. þm. spyr um hækkanir til elli- og örorkulífeyrisþega. Í ár hefur hækkunin orðið 9% en til þeirra sem engin önnur laun hafa er hún um 20%. Um áramótin gildir það sama og í almennum kjarasamningum, prósentuhækkunin verður sú sama. Hv. þm. talar hér um vikukaup verkamanna en í dag er ekki lengur til nokkuð sem heitir vikukaup verkamanna.