Hjúkrunarrými fyrir aldraða í Reykjavík

Mánudaginn 17. nóvember 1997, kl. 15:09:25 (1250)

1997-11-17 15:09:25# 122. lþ. 26.1 fundur 89#B hjúkrunarrými fyrir aldraða í Reykjavík# (óundirbúin fsp.), SvG
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur

[15:09]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég beini fyrirspurn til hæstv. heilbrrh. um hjúkrunarrými fyrir aldraða í Reykjavík. Þannig var að þegar opnað var hjúkrunarrými fyrir aldraða í Skógarbæ fyrir nokkru var gert ráð fyrir að unnið yrði áfram eftir samkomulagi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Rauða kross Íslands um uppbyggingu hjúkrunarrýmis í Reykjavík fyrir aldraða. Fyrir tveim til þrem mánuðum urðu síðan þau tíðindi að heilbrrn. og hæstv. heilbrrh. kölluðu að því er virðist til baka \mbox{fyrir}heit sem gefin höfðu verið um samstarf í þessum efnum við Reykjavíkurborg og Rauða krossinn. Þetta er gífurlega alvarlegt vandamál, fyrst og fremst vegna þess að hér er um að ræða 160 einstaklinga í mjög brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými, fólk sem býr í raun og veru við afar slæmar aðstæður á heimilum og hluti þess, eða 56 manns eða svo, eru reyndar á hjúkrunardeildum sjúkrahúsanna í miklu dýrara rými en ella væri kostur á. Það er auðvitað alveg fráleitt að horfa upp á þessa hluti þróast eins og gert hefur verið og þess vegna spyr ég hæstv. heilbrrh.:

Hvað hyggst hæstv. heilbrrh. gera til að koma til móts við Reykjavíkurborg í þessum efnum?

Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að efnt verði til átaks í þessum efnum þannig að biðlistar vegna aldraðra í mjög brýnni þörf í Reykjavík verði í raun og veru strikaðir út?

Þessir biðlistar eins og þeir eru í dag eru velferðarþjóðfélaginu til skammar. Ég skora á hæstv. ráðherra að svara skýrt og skörulega þeirri fyrirspurn sem hér er borin fram.