Hjúkrunarrými fyrir aldraða í Reykjavík

Mánudaginn 17. nóvember 1997, kl. 15:13:58 (1253)

1997-11-17 15:13:58# 122. lþ. 26.1 fundur 89#B hjúkrunarrými fyrir aldraða í Reykjavík# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur

[15:13]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Ríkisstjórnin hefur tekið myndarlega á þessu máli. Við höfum nýlega opnað nýtt öldrunarsjúkrahús sem er eitt sinnar tegundar hér á landi og breytir mjög miklu varðandi alla hjúkrun og lækningu aldraðra. Eins og ég sagði í fyrri ræðu minni þá erum við að leggja 300 millj. kr. til nýs rekstrar. Við erum tilbúin til að vinna með Reykjavíkurborg en eins og ég sagði þá er það ríkið sem greiðir allan reksturinn og þess vegna er eðlilegt þegar um byggingarframkvæmdir er að ræða að samið sé við heilbrrn. Það er ekki hægt að byggja fyrir heilbrrn. nema til sé rekstrarfé. En við erum að fjölga hjúkrunarrýmum verulega á næsta ári og ekki vanþörf á.