Val nemenda í framhaldsskóla

Mánudaginn 17. nóvember 1997, kl. 15:38:16 (1273)

1997-11-17 15:38:16# 122. lþ. 26.1 fundur 94#B val nemenda í framhaldsskóla# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur

[15:38]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Þetta er þróun sem er hafin en ekki hefur verið formlega frá þessu gengið. Þessi þróun er hafin og það stefnir í þessa átt. Það sem stendur í vegi fyrir því að við setjum þetta og formbindum það í reglur er það að verið er að vinna að nýrri námskrá fyrir framhaldsskólana og ég tel að það verði að tengja þetta tvennt saman. Við stefnum að því að ný aðalnámskrá fyrir framhaldsskólana liggi fyrir næsta haust og þá verði unnt að stilla þessa þætti þannig saman að nemendur viti nákvæmlega hver staða þeirra er og þá verði unnt að gefa út þær reglur sem hv. þm. vék að.