Loftslagsbreytingar

Mánudaginn 17. nóvember 1997, kl. 16:37:10 (1281)

1997-11-17 16:37:10# 122. lþ. 26.8 fundur 180. mál: #A loftslagsbreytingar# skýrsl, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur

[16:37]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt hjá hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni að í þeirri skýrslu sem ég lagði fyrir um hugsanlegar framkvæmdir á sviði stóriðjumála eru settar fram hugmyndir um byggingu stóriðjuvera sem taka til þess að þarna yrði um einhverja viðbótarlosun á gróðurhúsalofttegundum að ræða. Hv. þm. verður hins vegar að hafa það í huga að ef þessar framkvæmdir gengju allar eftir annars staðar í heiminum þar sem notuð yrði önnur orka en vatnsaflið til framkvæmda, þá yrði losunin tíu sinnum meiri heldur en þarna er áætlað.