Skyldutrygging lífeyrisréttinda

Þriðjudaginn 18. nóvember 1997, kl. 14:09:05 (1332)

1997-11-18 14:09:05# 122. lþ. 27.1 fundur 249. mál: #A skyldutrygging lífeyrisréttinda# (heildarlög) frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur

[14:09]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef ég skil þetta rétt þá er það þannig að ef viðkomandi aðili sem dæmi var tekið af, þýðandi á lögmannsstofu, er ekki í viðkomandi verkalýðsfélagi þá getur hann látið taka fram í ráðningarsamningi við sinn vinnuveitanda í hvaða lífeyrissjóð hann ætli sér að greiða. Það er samningur á milli þeirra. (Gripið fram í: Það er ekki það sem Pétur átti við.) Þá hef ég bara ekki skilið hv. þm. En ég vænti þess að við þurfum ekki að taka langan tíma í þetta hérna vegna þess að hv. þm. er í nefndinni og getur fengið svör þar við sínum fyrirspurnum og rætt málið þar við alla þá sem að samningu frv. hafa unnið. Ég vænti þess að það verði gert en að hérna sé ekki farið alveg ofan í einstök atriði með tilteknum dæmum upp á hvert starfsheiti fyrir sig.