Almannatryggingar

Þriðjudaginn 18. nóvember 1997, kl. 17:52:23 (1375)

1997-11-18 17:52:23# 122. lþ. 27.4 fundur 43. mál: #A almannatryggingar# (slysatrygging sjómanna) frv., Flm. GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur

[17:52]

Flm. (Guðmundur Hallvarðsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg rétt sem hv. þm. sagði hér síðast að draumastaða sjómannastéttarinnar á Íslandi er sú að öll skip sem sigla að og frá landinu væru undir íslenskum fána. En þá komum við að því máli sem þingmaðurinn vildi gera lítið úr og það er sá mismunur sem er á milli tveggja aðila sem eru í samkeppni út um heim, aðrir í háloftunum, hinir á hafinu, en það eru skráningargjöldin sem ég var að tala um áðan vegna þess að þau eru svo óheyrilega há gagnvart íslenskri kaupskipaútgerð að hún hefur ekki áhuga á því að skrá skipin hér. Ég er ekki að bera í bætifláka fyrir það en sömu lög ættu að gilda um þessa tvo aðila, þ.e. að enginn kostnaður væri af því að skrá skip á Íslandi eins og er með flugflota Íslendinga.