Takmörkun á hrossabeit og fjölda hrossa

Þriðjudaginn 18. nóvember 1997, kl. 18:44:47 (1383)

1997-11-18 18:44:47# 122. lþ. 27.5 fundur 51. mál: #A takmörkun á hrossabeit og fjölda hrossa# þál., Flm. HG
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur

[18:44]

Flm. (Hjörleifur Guttormsson):

Virðulegur forseti. Ég met það mikils við hæstv. landbrh. að koma hér til að ræða málið seint á degi og mjög gott að fá þær upplýsingar, sem fram hafa komið, inn í samhengi þessa máls sem nú fer til þingnefndar.

Ég heyri á hæstv. ráðherra að hann hefur þegar velt þessu máli fyrir sér og athugað mögulegar leiðir. Ég tek undir það að auðvitað þarf að skoða báða kosti --- að nýta gildandi lagaákvæði en hika ekki við að setja ný ákvæði til að styrkja stöðuna ef reynist á því þörf við athugun málsins. Ég vænti þess að tillagan, samþykkt af hv. Alþingi eftir athugun hv. landbn., geti orðið góður stuðningur við framkvæmdarvaldið í þessum málum og hæstv. landb.- og umhvrh.