Förgun mómoldar og húsdýraáburðar

Miðvikudaginn 19. nóvember 1997, kl. 13:42:15 (1394)

1997-11-19 13:42:15# 122. lþ. 28.1 fundur 104. mál: #A förgun mómoldar og húsdýraáburðar# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur

[13:42]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. fyrir að koma með þessa athyglisverðu ábendingu þar sem í raun og veru er hægt að skapa verðmæti úr afurð sem ekki hefur verið nýtt til fullnustu. Þess eru dæmi að hreppar eru að stofna byggðasamlög, t.d. Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur og Eyjafjallahreppar, þar sem verið er að kaupa vél til jarðvegsgerðar eða svokallaða composting-vél. Skógræktin á Mógilsá hefur einnig verið í fararbroddi hvað þetta varðar. Landsvæði er nýtt á Markarfljótsaurum í samvinnu við Austur-Landeyjahrepp, Hvolhrepp og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Einnig má nefna að eigendur svepparæktarfyrirtækisins á Flúðum nýta húsdýraáburð og hálm til þess arna og þar fellur einnig mjög mikið til af lífrænum efnum sem vert er að nýta. Þetta getum við nýtt allt saman í lífrænni framleiðslu. En ég vil endurtaka þakkir mínar til hv. þm.