Lokun vínveitingastaða

Miðvikudaginn 19. nóvember 1997, kl. 14:48:05 (1416)

1997-11-19 14:48:05# 122. lþ. 28.7 fundur 234. mál: #A lokun vínveitingastaða# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., dómsmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur

[14:48]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Af skiljanlegum ástæðum get ég ekki fjallað um efnisatriði þeirrar endurskoðunar sem nú fer fram, enda er henni ekki lokið. Ég get aðeins að gefnu þessu tilefni lagt áherslu á það af minni hálfu að vitaskuld verður vald lögreglunnar í þessu efni ekki skert. Hún hefur almennt löggæsluvald og ber almenna ábyrgð í þessu efni. En ég tel að þarna þurfi að skerpa valdmörk og færa meira vald yfir til sveitarstjórnanna sjálfra, a.m.k. í hinum stærri sveitarfélögum þar sem sveitarfélögin hafa sérfræðiþekkingu á að skipa til að taka ýmsar ákvarðanir í þessum efnum.