Heilbrigðisþjónusta

Fimmtudaginn 20. nóvember 1997, kl. 11:14:59 (1466)

1997-11-20 11:14:59# 122. lþ. 30.1 fundur 248. mál: #A heilbrigðisþjónusta# (skipunartími stjórnarformanna heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa) frv., heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur

[11:14]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka fyrir umræðuna um frv. Ég heyri að menn eru í megindráttum sammála um að það hlýtur að teljast eðlilegt að heilbrrh. eigi einn fulltrúa í þessum stóru stjórnum sjúkrastofnana.

Það kom fram í máli hv. þm. Svavars Gestssonar að ríkja þyrftu viss fagleg sjónarmið og þekking á rekstri og auðvitað hljóta menn að velja slíka aðila til formennsku. En ég tel mjög mikilvægt að þessi breyting eigi sér stað. Þó svo ekki hafi orðið nein stórvandræði af þessu, þá er mikilvægt að heilbrrh. þekki til síns formanns og eigi greiðan aðgang að honum.