Of skammt liðið, 5 og 6. mál

Fimmtudaginn 20. nóvember 1997, kl. 13:45:32 (1491)

1997-11-20 13:45:32# 122. lþ. 31.95 fundur 100#B of skammt liðið, 5 og 6. mál# (afbrigði við dagskrá), SvG (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur

[13:45]

Svavar Gestsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ástæðan til þess að ég kvaddi mér hljóðs um atkvæðaskýringu er sú að hér er um stjfrv. að ræða sem þarf að koma fyrir og ástæðulaust er að gera neinar athugasemdir við að fái þinglega meðferð hið skjótasta. Hér er um að ræða svokallaða samfélagslega þjónustu, samkvæmt lögunum um fangelsi og fangavist. Ég kvaddi mér hljóðs vegna þess að það hefur legið mjög lengi fyrir að framlengja þyrfti ákvæði þessara laga. Nú stöndum við bersýnilega frammi fyrir því, eins og oft er á allra síðustu vikum þings fyrir hátíðar, að verið er að hrúga inn stjfrv. sem hefði verið hægt að flytja fyrir löngu. Ég gagnrýni vinnubrögð bæði í þessu máli og eins í frv. um heilbrigðisþjónustu sem var tekið fyrir í morgun. Jafnframt spyr ég hæstv. forseta hvort þess er að vænta að ríkisstjórnin eigi eftir að koma með mörg stjfrv. í viðbót sem hún muni óska eftir afgreiðslu á á næstu dögum, að nefndavikunni lokinni.