Framtíðarskipan raforkumála

Fimmtudaginn 20. nóvember 1997, kl. 13:59:17 (1494)

1997-11-20 13:59:17# 122. lþ. 31.2 fundur 227. mál: #A framtíðarskipan raforkumála# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur

[13:59]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Enn og aftur til að undirstrika það sem rétt er í þessum efnum þá er það svo að sú ákvörðun Landsvirkjunar að hækka orkuverð núna um 1,7% 1. jan. nk. byggist á því samkomulagi sem á sínum tíma var gert á milli eigenda fyrirtækisins og grundvallast á ákveðnum arðkröfum og arðgjafarmarkmiðum. Það lá líka fyrir þegar ákvörðun um gjaldskrárhækkun var tekin 1. apríl 1997, og hv. þm. Svavar Gestsson samþykkti, að þessi markmið lágu þá líka fyrir. Það er því alveg eins komið og nákvæmlega sömu rök liggja að baki þeim hækkunum sem núna eru að eiga sér stað um næstu áramót og þeim hækkunum sem ákveðið var að tækju gildi 1. apríl 1997. Þær eru til þess að halda í við verðlagsþróun og það er það sem Alþingi samþykkti með því að samþykkja það eigendasamkomulag sem gert var. Árin 2001--2010 er síðan gert ráð fyrir því að verðlækkun að raunvirði muni eiga sér stað hjá Landsvirkjun að meðaltali 2--3% á ári.