Fangelsi og fangavist

Fimmtudaginn 20. nóvember 1997, kl. 15:01:23 (1508)

1997-11-20 15:01:23# 122. lþ. 31.5 fundur 291. mál: #A fangelsi og fangavist# (heilbrigðisþjónusta, vistun gæsluvarðhaldsfanga og samfélagsþjónusta) frv., JóhS
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur

[15:01]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. dómsmrh. fyrir svörin sem mér fannst að mestu fullnægjandi og mér fannst koma fram skilningur hjá hæstv. ráðherra um að æskilegt væri að fyrir lægju ítarlegri rannsóknir en gerðar hafa verið hingað til að baki áhrifum á fullnustu refsidóma. Ég tel mjög brýnt að slík athugun fari fram og að fagaðilar leggi á hlutlausan hátt mat á það miðað við þá reynslu sem við höfum af fullnustu utan fangelsis samborið við að afplána refsivist innan fangelsis.

Hæstv. ráðherra bendir á að við höfum tekið mið af því sem gerist í öðrum löndum varðandi það að miða 40 klukkustunda vinnuskyldu við eins mánaðar refsdóm. Gott og vel. Það er svar út af fyrir sig en ég hygg að við munum fara nánar ofan í það við umfjöllun um málið í allshn. þannig að ég læt mér í bili, herra forseti, nægja þessa skýringu en þakka að öðru leyti hæstv. ráðherra fyrir þetta mál.