Framkvæmd laga um réttindi sjúklinga

Þriðjudaginn 02. desember 1997, kl. 13:59:29 (1525)

1997-12-02 13:59:29# 122. lþ. 32.2 fundur 105#B framkvæmd laga um réttindi sjúklinga# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur

[13:59]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Varðandi heimahlynningu þá hefur hún aukist mjög á undanförnum árum. Heimahjúkrun hefur aukist og hlynning sem t.d. Krabbameinsfélagið veitir en almannatryggingakerfið greiðir. Verið er að bjóða í auknum mæli upp á sérhæfða hjúkrun heima og sólarhringshjúkrun þannig að hún hefur aukist verulega. Auðvitað er það ekki það sem við stefnum að, að sjúklingar liggi á göngum, enda er reynt að sporna gegn því með ýmsum hætti eins og ég sagði áðan. Það er verið að byggja upp einmitt til þess.