Sala á Pósti og síma hf.

Þriðjudaginn 02. desember 1997, kl. 14:07:24 (1531)

1997-12-02 14:07:24# 122. lþ. 32.2 fundur 106#B sala á Pósti og síma hf.# (óundirbúin fsp.), samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur

[14:07]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Nú er fyrirspurnin komin á persónulegar nótur og má raunar segja að það sé svo sem í lagi líka. Ég hélt kannski að reynt yrði reynt að halda þeim á efnislegum nótum í þetta skipti.

Auðvitað hljóta allir stjórnmálamenn að endurskoða fyrri afstöðu sína til mála, hvort sem þau eru stór eða mikil, oftar en kannski verður vart við það að oftar en ekki eru ástæður til þess að standa við hina fyrri skoðun. Á hinn bóginn hygg ég að hv. þm. viti það vel að ef við horfum til þeirra öru breytinga sem eru á fjarskiptasviði þá stendur naumast nokkur hlutur kyrr og ég hygg að það séu fleiri en við Íslendingar að endurskoða afstöðu sína til símafyrirtækis og fjarskiptafyrirtækis um þessar mundir. Ég hygg líka að hv. þm. verði að viðurkenna að inn í þessa mynd kemur m.a. hvaða starfsskilyrði og rekstrarskilyrði hlutafélag sem er alfarið í eigu ríkisins hefur í nútímasamkeppnisumhverfi hér á landi og hefur hv. þm. raunar vikið að þeim þætti málsins þó ekki hafi það verið á Alþingi.