Skýrsla félagsmálaráðherra um réttindi fatlaðra

Fimmtudaginn 04. desember 1997, kl. 10:32:30 (1604)

1997-12-04 10:32:30# 122. lþ. 35.1 fundur 108#B skýrsla félagsmálaráðherra um réttindi fatlaðra# (munnl. skýrsla), Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur

[10:32]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Ráðherra hefur óskað eftir því að útbýtt væri á borð þingmanna skýrslu Sameinuðu þjóðanna um meginreglur um jafna þátttöku fatlaðra. Það er samkomulag milli þingflokka um fyrirkomulag umræðunnar og verður hún með eftirfarandi sniði: Félmrh. fylgir skýrslunni úr hlaði og hefur 10 mínútur. Síðan tala fulltrúar þingflokka og hafa hver um sig sex mínútur. Hv. 14. þm. Reykv. hefur þrjár mínútur og við lok umræðunnar hefur félmrh. fjórar mínútur.