Sameining Kjalarneshrepps og Reykjavíkur

Fimmtudaginn 04. desember 1997, kl. 11:55:54 (1618)

1997-12-04 11:55:54# 122. lþ. 35.2 fundur 287. mál: #A sameining Kjalarneshrepps og Reykjavíkurborgar# frv., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur

[11:55]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, það má vera gamansamur og segja sem svo: Komið öll til mín. Við í Reykjanesi tökum gjarnan til okkar hin ýmsu svæði sem að öðru leyti eiga að tilheyra Reykjavík og það væri bara gaman ef íbúar í Seljahverfi og íbúar á Kjalarnesi kysu okkur þingmenn Reykjaness. En ég skil áhyggjur þingmanns Reykjavíkur í því samhengi.

Ég mun kalla eftir því í félmn. að það verði skoðað hvað gerðist og hvernig það var gert þegar t.d. Seljahverfið varð til og varð Reykjavík, eðlilega og væntanlega án mikilla átaka. Skoða mætti hvort þar sé fordæmi og ég mun leggja mitt af mörkum til þess að við fáum sem allra skýrasta mynd af því hvaða leið er hægt að fara í þessu máli.