Húsaleigubætur

Fimmtudaginn 04. desember 1997, kl. 17:19:22 (1680)

1997-12-04 17:19:22# 122. lþ. 35.3 fundur 290. mál: #A húsaleigubætur# (heildarlög) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur

[17:19]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er sem sagt greinilegt að 212 þús. kr. eru lágar tekjur og svo er það líka greinilegt að það er ekki sama hvaðan krónan kemur. Mér finnst mjög óeðlilegt að það fólk sem ekki nýtur bóta og þarf hugsanlega að vinna mikið, skúra á kvöldin og annað slíkt, þ.e. að tekjurnar fyrir þá vinnu skuli taldar til tekna, en aðrar krónur sem koma frá almannatryggingum skuli ekki taldar til tekna. Mér alveg sama hvort þetta hafi verið svona hingað til. Mér finnst þetta óeðlilegt.