Hlutafélög

Fimmtudaginn 04. desember 1997, kl. 19:12:34 (1707)

1997-12-04 19:12:34# 122. lþ. 35.6 fundur 147. mál: #A hlutafélög# (EES-reglur) frv., Frsm. ÁE
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur

[19:12]

Frsm. efh.- og viðskn. (Ágúst Einarsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. frá efh.- og viðskn., á þskj. 395, um 147. mál sem er stjfrv. um hlutafélög.

Í frv. eru lagðar til breytingar á hlutafélagalögum, vegna athugasemdar Eftirlitsstofnunar EFTA á grundvelli samanburðar á ákvæðum laganna og félagsréttartilskipunarinnar en þær eru hluti af EES-samningnum.

Þetta eru einfaldar lagfæringar, tæknilegs eðlis, sem er nauðsynlegt að fella inn í löggjöf okkar.

Í öðru lagi er lagt til í frv. að samræma hlutafjárlöggjöfina fyrirhugaðri setningu laga um rafræna skráningu verðbréfa sem heimila rafræna útgáfu hlutabréfa. Það er fellt inn í þetta frv. Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt en þó þannig að nefndin flytur tvær brtt. sem eru alfarið tæknilegs eðlis. Önnur er um prentvillu, að í stað orðsins handhafa komi hluthafa. Í öðru lagi var röng tilvísun í tiltekna lagagrein. Nefndin leggur til að þær brtt. verði samþykktar en frv. að öðru leyti samþykkt.

Að þessu nál. standa allir nefndarmenn í efh.- og viðskn.