Einkahlutafélög

Fimmtudaginn 04. desember 1997, kl. 19:14:26 (1708)

1997-12-04 19:14:26# 122. lþ. 35.7 fundur 148. mál: #A einkahlutafélög# (EES-reglur) frv., Frsm. ÁE
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur

[19:14]

Frsm. efh.- og viðskn. (Ágúst Einarsson):

Herra forseti. Ég geri hér grein fyrir nál. frá efh.- viðskn., um stjfrv. um breytingu á lögum um einkahlutafélög.

Þetta er sambærilegt frv. við það sem ég gerði grein fyrir áðan, þ.e. um breytingu á lögum um hlutafélög. Löggjöfin um félagarekstur hér á landi er í tveimur lagabálkum, annars vegar löggjöf um hlutafélög og hins vegar löggjöf um einkahlutafélög. Til að gæta samræmis eru lagðar til sambærilegar breytingar og ég gerði grein fyrir áðan, þ.e. að tekið sé tillit til athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA og löggjöfin færð í þann búning sem svarar til EES-samningsins.