Frumvarp til sveitarstjórnarlaga

Föstudaginn 05. desember 1997, kl. 10:45:50 (1718)

1997-12-05 10:45:50# 122. lþ. 36.93 fundur 114#B frumvarp til sveitarstjórnarlaga# (um fundarstjórn), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[10:45]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Það er rétt að ég upplýsi að á ríkisstjórnarfundi, sem ekki er lokið, er til meðferðar frv. um þjóðlendur og ég geri ráð fyrir að því verði vísað til þingflokka að loknum þeim ríkisstjórnarfundi þannig að það mál er væntanlegt innan örfárra daga.

Frv. það sem hér er á dagskrá brýtur í engu í bága við þjóðlendufrv. og er fullkomlega í samræmi við það. Ég get fallist á að þeirri dagsetningu sem þar er sett verði að breyta en það er tiltölulega lítið atriði og ég sé ekki efni séu til þess að fresta umræðu um málið.