Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 05. desember 1997, kl. 15:38:44 (1767)

1997-12-05 15:38:44# 122. lþ. 36.13 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[15:38]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég er alveg sammála hv. þm. Hjörleifi Guttormssyni um að það beri að vernda miðhálendið eða skipuleggja það heildstætt. Það má hugsa sér að setja þau mál í einhverja sérstaka skipulagsmeðferð heildstætt. Ég hefði talið mjög æskilegt að reyna að ná nýjum viðræðum um þessi mál við t.d. Samband ísl. sveitarfélaga af því að ég er viss um að Samband ísl. sveitarfélaga vill að það sé nokkuð góð samstaða um málið. Ég tel að hún sé ekki fyrir hendi í dag.

Ég hef reyndar rætt við ýmsa aðila þar innan dyra um einhverjar millilausnir og mér hefur heyrst að þar sé ákveðinn vilji til að skoða það. En annars tek ég undir með hv. þm.