Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 05. desember 1997, kl. 16:14:37 (1780)

1997-12-05 16:14:37# 122. lþ. 36.13 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[16:14]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Það er nú ánægjulegt að heyra að ekki gangi hnífur á milli hæstv. félmrh. og hæstv. forsrh. enda mætti nú fyrr vera. Hins vegar sagði hæstv. félmrh. réttilega frá því sem forsrh. beindi til Alþingis í morgun. Hann beindi því sérstaklega til Alþingis að þessi tvö mál, þjóðlendufrv. og frv. hæstv. ráðherra, yrðu samferða í gegnum þingið vegna þess að nauðsynlegt væri að skoða og samræma frumvörpin innbyrðis. Það er mergurinn málsins og sú yfirlýsing hæstv. forsrh. segir auðvitað sitthvað um skoðun hans á því hvort ástæða sé til að samræma þessi frumvörp eða ekki.

[16:15]