Fjáraukalög 1997

Þriðjudaginn 09. desember 1997, kl. 18:35:54 (1915)

1997-12-09 18:35:54# 122. lþ. 38.7 fundur 55. mál: #A fjáraukalög 1997# (innan fjárhagsárs) frv., Frsm. minni hluta KH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur

[18:35]

Frsm. minni hluta fjárln. (Kristín Halldórsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Það þjónar kannski engum tilgangi að við komum hér upp til skiptis, önnur segi að gert hafi verið átak og hin segi að gera þurfi átak. Ég verð því miður að hryggja hæstv. heilbrrh. með því að mér finnst það sem hún hefur verið að tíunda hér ekki lýsa neinu stórátaki. Þörfin er gríðarlega mikil, viðhald hefur verið látið drabbast niður og ég sný ekki aftur með það. Ég held að hæstv. heilbrrh. ætti að hlusta á það sem hér er sagt til varnaðar. Þegar hún gagnrýnir að ekki sé tíundað það sem vel er gert þá er augljóst að hún ætlar að sjá um þá hlið málanna. Það má ekki benda á að eitthvað vanti einhvers staðar í heilbrigðiskerfinu þá kemur hún upp, les þessa þulu og ég held að við séum farin að kunna hana bara ágætlega.