Fjáraukalög 1997

Þriðjudaginn 09. desember 1997, kl. 19:05:05 (1919)

1997-12-09 19:05:05# 122. lþ. 38.7 fundur 55. mál: #A fjáraukalög 1997# (innan fjárhagsárs) frv., Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur

[19:05]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra foreti. Ég vil aðeins bæta því við um óhafnar heimildir að ekki ber mikið á milli okkar hv. 5. þm. Vesturl. í þeim efnum. Það ber auðvitað að fella niður óhafnar heimildir ef ekki er ástæða fyrir því að hafa þær áfram. Hins vegar getur verið réttlætanlegt að færa heimildir á milli ára á þeim forsendum að stofnanir þurfi ekki að keppast við að eyða fjárheimildum sínum fyrir áramót vegna þess að þær fái ekki að færa til. Það þarf að ræða hinn gullna meðalveg í þessu eins og svo mörgu öðru.

Varðandi heilbrigðiskerfið er það alveg rétt að það er mikill vandi enda tók ég það fram í framsöguræðu minni en ég tel nauðsynlegt að fara samningaleiðina sem tillögurnar gera ráð fyrir enda sagði hv. 5. þm. Vesturl. að nauðsynlegt væri að taka heildstætt á málinu og ég tel að þær tillögur sem nú liggja fyrir beini málinu í þann farveg.