Fjáraukalög 1997

Þriðjudaginn 09. desember 1997, kl. 21:34:55 (1933)

1997-12-09 21:34:55# 122. lþ. 38.7 fundur 55. mál: #A fjáraukalög 1997# (innan fjárhagsárs) frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur

[21:34]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Það er nákvæmlega þetta sem ég var að segja. Hv. þm. Jón Kristjánsson segir: ,,Það þarf að fá umræðu inn í þingið um þessi stóru mál, um stefnuna, til að mynda varðandi samþættingu sjúkrahúsanna.`` Ég held að það mál sé orðið það langdregið að nauðsynlegt sé orðið, ekki bara okkar stjórnmálamannanna vegna, heldur ekki síst vegna starfsfólks á sjúkrahúsum, að botn fáist í umræðuna. Það sé nauðsynlegt að draga fari að einhverri ákvörðun. Þau vinnubrögð sem hæstv. heilbrrh. hefur haft í málinu sem felast í því að rjúka með einhverja samþykkt inn í ríkisstjórn án þess að hafa samráð við annan eiganda annars sjúkrahússins, eru að sjálfsögðu ekki fallin til að auka, eigum við að segja, eindrægni um málið, herra forseti? Ég vil því fara þess á leit við hv. þm. Jón Kristjánsson að hann tjáði þessa skoðun sem hann var með í ræðustóli mjög eindregið gagnvart hæstv. heilbrrh. Ég er viss um að hann gæti haft vit fyrir henni, því sannfæringarkraftur hans er talsverður, ef hann leggur á sig.