Fjáraukalög 1997

Þriðjudaginn 09. desember 1997, kl. 21:54:55 (1945)

1997-12-09 21:54:55# 122. lþ. 38.7 fundur 55. mál: #A fjáraukalög 1997# (innan fjárhagsárs) frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur

[21:54]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. getur þess að fleiri starfsstéttir en læknar hafi vit á þessum málum og eigi að koma að þeim. Það er alveg hárrétt. Það eru til að mynda hjúkrunarfræðingar. Það vill svo til að þeir hjúkrunarfræðingar sem tekið hafa til máls um VSÓ-skýrsluna hafa einmitt mjög eindregið lýst yfir samþykki við niðurstöður hennar. Það finnst mér nauðsynlegt að komi fram. Að öðru leyti vísa ég frá mér allri ábyrgð á þessum dönsku sérfræðingum og veit ekkert um þá skýrslu sem kom fyrir sjö árum.