Fjáraukalög 1997

Þriðjudaginn 09. desember 1997, kl. 22:05:10 (1952)

1997-12-09 22:05:10# 122. lþ. 38.7 fundur 55. mál: #A fjáraukalög 1997# (innan fjárhagsárs) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur

[22:05]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þarf ekki að fara með langt mál heldur aðeins að skýra út spurningu mína til hv. þm. Það hafa verið sameinaðar stjórnir á Vestfjörðum og tillögur eru um að sameina stjórnir á Austfjörðum. Stjórn hefur verið sameinuð á Reykjavíkursvæðinu varðandi heilsugæsluna. Er þingmaðurinn á móti því? En nefndin sem hv. þm. var í og aldrei lauk störfum gerði einmitt ráð fyrir því.