Fjáraukalög 1997

Þriðjudaginn 09. desember 1997, kl. 22:39:48 (1954)

1997-12-09 22:39:48# 122. lþ. 38.7 fundur 55. mál: #A fjáraukalög 1997# (innan fjárhagsárs) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur

[22:39]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. mjög góða og yfirgripsmikla ræðu. Við erum sammála um að fjármagn hafi aukist til heilbrigðismála frá 1996 og hefur farið stigvaxandi frá 1996 og það er ágætt. Við erum kannski ekki sammála um stýrinefndina. Ég tel að það hafi gefið góða raun á Reykjavíkursvæðinu að hafa stýrinefnd þar sem Reykjavíkurborg á sinn fulltrúa.

Það sem mér finnst alvarlegast í umræðunni og yfirlýsingum sem hér hafa komið fram eru þær yfirlýsingar að sjúklingar hafa legið á skolherbergi. Ef það er svo að einhver sjúklingur hefur legið á skolherbergi, þá vil ég vita nákvæmlega á hvaða stofnun það er. Mér er fullkunnugt um að sjúklingur hefur legið á gangi eftir bráðavaktir en ég hef ekki heyrt fyrr að sjúklingur hafi legið á skolherbergi og ég þarf að fá nánari upplýsingar um þessa alvarlegu yfirlýsingu.