Fjáraukalög 1997

Þriðjudaginn 09. desember 1997, kl. 22:43:09 (1956)

1997-12-09 22:43:09# 122. lþ. 38.7 fundur 55. mál: #A fjáraukalög 1997# (innan fjárhagsárs) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur

[22:43]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil geta þess að ríkið er ekki í stórhug sínum að byggja upp verslanir og það vitum við bæði, hv. þm. og ég. Ég tel að töluverður stórhugur ríki varðandi heilbrigðisþjónustuna og við höfum mikinn metnað gagnvart þeirri þjónustu. Við getum sýnt það á ýmsum sviðum. Gangið t.d. um nýja hjartarannsóknardeild á Landspítalanum. Það ber vott um mikinn stórhug varðandi þjónustuna. En ég vil aftur koma að því sem ég sagði áðan að mér finnst það bera vott um of mikla yfirlýsingagleði varðandi heilbrigðisþjónustuna þegar menn fullyrða hér að sjúklingur hafi legið á skolherbergi. Svo mikið þykist ég þekkja til og vona að ég hafi rétt fyrir mér að það hafi aldrei gerst.