Fjáraukalög 1997

Þriðjudaginn 09. desember 1997, kl. 23:40:44 (1968)

1997-12-09 23:40:44# 122. lþ. 38.7 fundur 55. mál: #A fjáraukalög 1997# (innan fjárhagsárs) frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur

[23:40]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Hjálmari Jónssyni fyrir athyglisverða ræðu. Mig langar til að leggja fyrir hann eina spurningu í framhaldi af henni. Það kom fram í ræðu minni fyrr í kvöld að vandi stóru sjúkrahúsanna á Reykjavíkursvæðinu sem heilbrrn. hefur ekki mótmælt er upp á 900 millj. kr. á næsta ári og það er augljóst mál að þó að sjúkrahúsin fái eitthvað af þessum 300 millj. sem verið er að tala um að bæta við sjúkrahúsin í heild á næsta ári, þá stefnir í það að loka verði stórum hlutum þessara sjúkrahúsa á næsta ári. Gerir hv. þm. sér þetta ljóst? Er hann tilbúinn til þess að segja við stjórnendur stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík: Þið eigið að loka sjúkrahúsunum á næsta ári.