Fjáraukalög 1997

Þriðjudaginn 09. desember 1997, kl. 23:41:33 (1969)

1997-12-09 23:41:33# 122. lþ. 38.7 fundur 55. mál: #A fjáraukalög 1997# (innan fjárhagsárs) frv., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur

[23:41]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Ég geri mér ljóst að vandinn er mikill og ég lýsti áhyggjum mínum af því áðan að sú aukning sem fyrirhuguð er muni ekki duga en ég hygg að menn muni allir leggjast á eitt og leggja sig fram um að ná endum saman. Það kom fram í máli hæstv. heilbrrh. fyrr í kvöld að aldrei hefði verið eins lítið um sumarlokanir og á síðasta sumri. Ég endaði ræðu mína á því að reikna með því að vandinn mundi minnka en ekki vaxa vegna þess að við erum að auka allverulega fjárveitingar í þennan þátt heilbrigðiskerfisins.