Fjáraukalög 1997

Miðvikudaginn 10. desember 1997, kl. 12:15:40 (1980)

1997-12-10 12:15:40# 122. lþ. 39.2 fundur 55. mál: #A fjáraukalög 1997# (innan fjárhagsárs) frv., GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur

[12:15]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Ekki er ofmælt að það sé mikill vandi í heilbrigðiskerfinu. Fyrirsjáanlegur vandi ársins 1998 er um það bil 2 milljarðar. Hallinn er í raun yfir einn milljarður og ef allt sem búið er að gefa fjárln. upplýsingar um er tínt til þá er vandinn á annan milljarð. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að það hafa verið settar 200 millj. inn til lagfæringar, en það er spurning á hvern hátt það er gert, hvernig verður farið með það fé og hverjir eiga að gera þá tillögu og hvernig. Fjárln. á aðeins að fá þær umsagnir og tillögur rétt til að leggja blessun sína yfir þær. Stíflan er nefnilega brostin í heilbrigðiskerfinu og upp koma vandamál eins og frá Akureyri, þegar allt í einu er eins og detti úr loftinu 84 millj. kr. vandi. Þetta er ekki þannig. Menn hafa verið að slást við eitthvað sem þeir réðu ekki við og þess vegna er þessi tillaga gerð sem ég samþykki.