Fjárlög 1998

Föstudaginn 12. desember 1997, kl. 14:07:16 (2014)

1997-12-12 14:07:16# 122. lþ. 41.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur

[14:07]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Mér er algjörlega ljóst hvernig gangur mála er í þessu. Ég inni þá eftir því hvort þær tillögur sem fyrir liggja aðrar varðandi 6. gr. í fjárlagafrv. séu dregnar allar til baka til 3. umr. Ég spyr um það jafnframt því að mér er alveg ljóst eins og hv. þm., varaformanni fjárln., hvernig málin ganga fyrir sig. En ég hef þá trú að atbeina þingsins þurfi eins og ég kom að áðan. Ég nefndi 48 þingmenn. Það er nefnilega þannig að þeir 48 þingmenn sem stóðu að þeim tillögum sem verið er að ræða um eru enn á þingi. En ég tel að það hafist nú kannski ekki nema ákalla svolítið hæstv. ríkisstjórn. Ég spyr hvort hv. varaformaður fjárln. sé að lýsa því yfir að þeir aðrir liðir undir 6. gr. sem tilheyra reyndar ráðstöfunum í ríkisfjármálum, komi ekki til atkvæðagreiðslu við 2. umr. fjárlaga.